Weird Girls 7. hluti

Í febrúar 2009 fór ég á Grundarfjörð og myndaði 7. hluta Weird Girls verkefnisins. Við Kitty Von Sometime vorum búin að vera að undibúa þessa töku í nokkra mánuði áður en hún loks varð að veruleika. Við fórum af stað með 14 stelpur sem vissu ekkert hvað þær áttu að fara að gera fyrr en þær mættu á tökustað. Þá voru þær klæddar í bleikan spandex galla og hvítan búning og við sulluðum fullt af málningu á þær. Hugmyndin var semsagt að nota hvíta flötinn sem tóman striga sem að þróaðist svo út í e-ð allt annað. Mér til aðstoðar við þessa töku voru Brynjar Þór Halldórsson og Rakel Ósk Sigurðardóttir og hefði ég ekki getað framkvæmt þetta án þeirra. Þau t.d. fengu það skemmtilega verkefni að sulla allri málningunni á stelpurnar.

Með í för á Grundarfjörð voru þeir Hrafn Jónsson og Oddur Ástráðsson sem voru að gera heimildarmynd um verkefnið og voru búnir að fylgja því eftir alveg frá byrjun. Það var verið að leggja loka hönd á myndina og var hún sýnd í byrjun mars á Alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Northern Wave sem haldin er á Grundarfirði. Michael Todd um efitrvinnslu og klippingu á myndinni.

Allar myndirnar úr 7. hluta Weird Girls verkefnissins er svo hægt að sjá hér.

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*