Vefsíður

Maður þarf alltaf að reyna að halda sér ferskum og reyna að finna nýjar góðar hugmyndir að verkerfnum og myndum. Ég fer stundum bara niður í einhverja góða bókabúð og fæ mér kaffibolla og skoða fullt af blöðum til að fylla mig af góðum hugmyndum. En þar sem að ég vinn mikið við tölvur þá eru nokkrar síður sem að ég fer inn á reglulega.

Yayeveryday er síða þar sem notendur geta deilt með öðrum flottum myndum, videóum og ýmsu öðru sem að vekur áhuga þeirra. Það kemur ekkert allt of mikið af nýju efni þar inn á hverjum degi en fínt að kíkja á þetta vikulega.

Abduzeedo er hönnunarblogg þar sem hægt er að skoða ýmsar greinar/tutorials í photoshop og illustrator. Þar kemur líka inn á hverjum degi grein sem heitir daily inspirations þar sem er safnað saman flottri hönnun, ljósmyndun og teikningum. Þar kemur líka vikulega safn af vefsíðum sem nýtast hönnuðum og skapandi fólki og einnig kemur safn þess besta sem birtist í hverri viku.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*