Tímaritamynd ársins 2013

Við opnun sýningarinna Myndir Ársins sem haldin var í Gerðarsafni nú í vetur voru veitt verðlaun fyrir þær myndir sem dómnefndinni fannst skara fram úr.Ég fékk verðlaun fyrir tímaritamynd ársins þriðja árið í röð og er mjög stoltur af því.

Mig langar til að segja aðeins frá því hvernig myndin var gerð og hversu mikil myndvinnsla var á bak við hana.

Hugmyndin að myndinni er komin frá mynd sem Erwin Blumenfeld gerði. Mér fannst heillandi að vera bundinn filmunni eins og hann var þegar hann gerði þessa mynd en ekki þurfa að vinna myndina í Photoshop. Með “multiple exposure” stillingunni í Canon eos mark iii vélinni þarf ljósmyndarinn að nálgast svona tökur eins og um filmu sé að ræða.

2_blumenfeld_11

Ég byrjaði á því að stilla upp ljósunum eins og ég vildi hafa þau og prófaði svo uppstillinguna með aðstoðarmanni mínum áður en Ásgeir Trausti mætti á svæðið. Ég merkti nákvæmlega þá staði sem hann átti að standa á á gólfið í stúdíóinu þannig að þegar hann var tilbúinn þá tók takan sjálf mjög stuttan tíma.

3_Uppstilling

Ég tók tvær mismunandi uppstillingar af þessari mynd og vélin sá um að raða myndinni saman þannig að hráfællinn sem ég “importaði” inn í Lightroom var nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann.

4_Screen Shot 2014-03-20 at 10.06.36

I Lightroom gerði ég smávægilegar breytingar á myndinni og dekkti meðal annars vinstra eyra Ásgeirs með “Adjustment brush”.

5_Screen Shot 2014-03-20 at 10.20.31 7_Screen Shot 2014-03-20 at 10.10.31

6_Screen Shot 2014-03-20 at 10.10.12

Eftir það fór myndin yfir í Photoshop þar sem ég bætti við Curves layer og skerpti hana og kroppaði.

Þetta er svo lokaútgáfa myndarinnar auk annarra mynda úr tökunni og svo viðtalið eins og það birtist í blaðinu.

1_20130126_Wow_Asgeir_017_final

12_Screen Shot 2014-03-20 at 10.41.29

11_Screen Shot 2014-03-20 at 10.27.06

13_Screen Shot 2014-03-20 at 10.42.41

14_Screen Shot 2014-03-20 at 10.42.51

15_Screen Shot 2014-03-20 at 10.43.01

 

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*