Krads Playtime

Á Hönnunarmars settu Krads Arkitektar upp insetningu í Hafnarhúsinu sem bar nafnið Playtime. Þetta gekk út á það að í miðjum salnum var borð með fullt af Lego kubbum þar sem fólk hafði tækifæri á að búa til þau form sem þau vildu. Krads hafa notað Lego til að kenna nemendum í arkitektúr og eru nú farnir að fara með þessa tilraun í skóla og á listasöfn. Innsetningin fékk tvenn verðlaun á Hönnunarmars, annarsvegar var þetta valið sem “besta innsetningin” og hinsvegar “skemmtilegasta andrúmsloftið”.
Fjallað var um Krads playtime á vefsíðu tímaritsins Framemag og hægt er að sjá þá umfjöllun hér.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*