Category Archives: Video

Röntgen ljósmyndun

Áhugaverður fyrirlestur frá ljósmyndaranum Nick Veasey sem notar röntgengeilsa við myndatökur.

Weegee

Weegee var  blaðaljósmyndari í Lower East Side í New York á árunum frá 1930-1950. Þar elti hann lögreglu, sjúkra og slökkviliðsmenn um borgina og gerði mikið af mjög raunsæum myndum af borgarlífi, glæpum, slysum og morðum. Weegee var sjálfmenntaður ljósmyndari og notaðist við mjög einfalda búnað. Hann notaði 4×5″ Speed Graphic myndavél sem var stillt á 1/200 úr sekúndu og ljósop f/16, með flassi og var fókus stillt á 10 fet. Í skottinu á bíl hans var hann búinn að úrbúa myrkraherbergi þar sem hann framkallaði filmur og sendi myndir á blöðin með miklu hraði.

The stolen Scream

Á maður ekki að fara að fá sér Ipad?

Albert Watson

Albert Watson er skoskur ljósmyndari sem er hvað þekktastur fyrir tísku myndir sýnar og myndir af frægum einstaklingum. Myndir hans hafa prýtt yfir 200 forsíður af Vogue og um 40 forsíður af Rolling stone. Albert er margverðlaunaður og PDN útnefndi hann einn af 20 áhrifamestu ljósmyndurum allra tíma.

Ljósmyndun getur bætt líf fólks

Þegar Rich Smolan var að vinna að verkefni um amerísk/asísk börn sem höfðu verið yfirgefin af feðrum sínum vildi hann segja sögu þeirra og reyna að hafa áhrif á lífsskilirðu barnanna í staðinn fyrir að fylgjast bara með. Þegar greinin síðan birtist í Time magazine var hann ekki nógu ánægður með útkomuna þannig að hann að tók sér 6 mánuði í frí og fór aftur og myndaði börnin. Þetta er sagan hans af því og hversu mikil áhrif þessi leiðangur hans hafði áhrif á líf einnar stelpu.

Vonarstræti

Í desember í fyrra var húsið sem stóð við Vonarstræti 12 flutt að Kirkjustræti. Eyjólfur M. Thoroddsen og ég gerðum timelapse myndband af flutningnum fyrir Alþingi. Við stilltum upp 2 myndavélum sem voru á sama stað allan tímann og vorum svo með 2 aðrar sem við notuðum til þess að ná öðrum vinklum. Flutningurinn tók 3 daga og er myndbandið sett saman úr um 20.000 myndum.

Platon

Portrait ljósmyndarinn Platon er þekktastur fyrir að hafa myndað helstu stjórnmálaleiðtoga samtímans. Myndir hans af George Bush, Bill Clinton, Vladimir Putin, Huga Chaves og Benjamin Netayahu hafa meðal annars prýtt forsíður blaða eins og Time, Rolling Stone og Esquire.
Í myndabandinu hér að neðan fjallar hann um það þegar hann var eltur af leynilögreglunni í Búrma, einu af hættulegasta landi heimsins, þegar hann var að reyna að fá að mynda eina helstu baráttukonu stjórnarandstöðunnar Aung San Suu Kyi. Myndin sem hann gerði af Aung prýddi svo forsíðu janúarblaðs Time 2011.

Aung San Suu Kyi

Vladimir Putin

Mahmoud Ahmadinejad

Bill Clinton

Macro ljósmyndun af vatni

Ræða sem Steve Jobs flytur fyrir útskiftarnema Stanford