Category Archives: Timelapse

Vonarstræti

Í desember í fyrra var húsið sem stóð við Vonarstræti 12 flutt að Kirkjustræti. Eyjólfur M. Thoroddsen og ég gerðum timelapse myndband af flutningnum fyrir Alþingi. Við stilltum upp 2 myndavélum sem voru á sama stað allan tímann og vorum svo með 2 aðrar sem við notuðum til þess að ná öðrum vinklum. Flutningurinn tók 3 daga og er myndbandið sett saman úr um 20.000 myndum.