Category Archives: Photography

Wonderful Machine

Umboðsaðili minn í Bandaríkjunum, Wonderful Machine , sendi út email til þess að kynna mína ljósmyndun fyrir tilvonandi viðskiptavinum. Þeir settu einnig færslu um myndirnar mínar inn á bloggið hjá sér.

Screen Shot 2014-08-19 at 09.20.55

Tímaritamynd ársins 2013

Við opnun sýningarinna Myndir Ársins sem haldin var í Gerðarsafni nú í vetur voru veitt verðlaun fyrir þær myndir sem dómnefndinni fannst skara fram úr.Ég fékk verðlaun fyrir tímaritamynd ársins þriðja árið í röð og er mjög stoltur af því.

Mig langar til að segja aðeins frá því hvernig myndin var gerð og hversu mikil myndvinnsla var á bak við hana.

Hugmyndin að myndinni er komin frá mynd sem Erwin Blumenfeld gerði. Mér fannst heillandi að vera bundinn filmunni eins og hann var þegar hann gerði þessa mynd en ekki þurfa að vinna myndina í Photoshop. Með “multiple exposure” stillingunni í Canon eos mark iii vélinni þarf ljósmyndarinn að nálgast svona tökur eins og um filmu sé að ræða.

2_blumenfeld_11

Ég byrjaði á því að stilla upp ljósunum eins og ég vildi hafa þau og prófaði svo uppstillinguna með aðstoðarmanni mínum áður en Ásgeir Trausti mætti á svæðið. Ég merkti nákvæmlega þá staði sem hann átti að standa á á gólfið í stúdíóinu þannig að þegar hann var tilbúinn þá tók takan sjálf mjög stuttan tíma.

3_Uppstilling

Ég tók tvær mismunandi uppstillingar af þessari mynd og vélin sá um að raða myndinni saman þannig að hráfællinn sem ég “importaði” inn í Lightroom var nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann.

4_Screen Shot 2014-03-20 at 10.06.36

I Lightroom gerði ég smávægilegar breytingar á myndinni og dekkti meðal annars vinstra eyra Ásgeirs með “Adjustment brush”.

5_Screen Shot 2014-03-20 at 10.20.31 7_Screen Shot 2014-03-20 at 10.10.31

6_Screen Shot 2014-03-20 at 10.10.12

Eftir það fór myndin yfir í Photoshop þar sem ég bætti við Curves layer og skerpti hana og kroppaði.

Þetta er svo lokaútgáfa myndarinnar auk annarra mynda úr tökunni og svo viðtalið eins og það birtist í blaðinu.

1_20130126_Wow_Asgeir_017_final

12_Screen Shot 2014-03-20 at 10.41.29

11_Screen Shot 2014-03-20 at 10.27.06

13_Screen Shot 2014-03-20 at 10.42.41

14_Screen Shot 2014-03-20 at 10.42.51

15_Screen Shot 2014-03-20 at 10.43.01

 

Ásgeir Trausti – Wow

Ásgeir Trausti prýðir nýjustu forsíðu flugtímaritsins Wow.

Ég myndaði hann í stúdíó og einnig í hljóðstúdíónu þar sem hann tók upp plötuna sína.

Stílisering : Ásgrímur Friðriksson

Förðun: Anna Kristín, Óskarsdóttir

Röntgen ljósmyndun

Áhugaverður fyrirlestur frá ljósmyndaranum Nick Veasey sem notar röntgengeilsa við myndatökur.

Krads Playtime

Á Hönnunarmars settu Krads Arkitektar upp insetningu í Hafnarhúsinu sem bar nafnið Playtime. Þetta gekk út á það að í miðjum salnum var borð með fullt af Lego kubbum þar sem fólk hafði tækifæri á að búa til þau form sem þau vildu. Krads hafa notað Lego til að kenna nemendum í arkitektúr og eru nú farnir að fara með þessa tilraun í skóla og á listasöfn. Innsetningin fékk tvenn verðlaun á Hönnunarmars, annarsvegar var þetta valið sem “besta innsetningin” og hinsvegar “skemmtilegasta andrúmsloftið”.
Fjallað var um Krads playtime á vefsíðu tímaritsins Framemag og hægt er að sjá þá umfjöllun hér.

Lomo diana

Ég fann um daginn nokkrar filmur sem runnu út 2002 í skjalaskáp hérna upp í vinnu. Ég smellti þeim í Lomo Diana vélina og er búinn að vera með hana með mér í vinnunni undanfarið. Planið var að taka portrett seríu fyrir nýtt líf en það virkaði ekki sem skildi. Set nokkrar hingað inn en það eru fleiri lomo myndir eftir mig hér hægra meginn í flickr tenglinum.

Un-women og Weird girls

Mannlíf

Fyrsta tölublað af Mannlíf er ný komið út. Það er mikið að mjög skemmtilegu og áhugaverðu efni að finna í blaðinu. Ég myndaði mikið í blaðið að þessu sinni og tók meðal annars forsíðumyndina af Magnúsi Geir Borgarleikuhússtjóra. Ég vann líka með Jóni Páli tattoo listamanni að mynd af honum, við tókum nokkra fundi til að vinna hugmyndina og svo myndaði ég hann í stúdíóinu og hann teiknaði inn á myndina eftir á. Arnar Gauti stíliseraði svo tískuþátt sem að við mynduðum á Korpúlfsstöðum.

Magnús Geir

Magnús Geir

Jón Páll tattoo listamaður

Weird Girls og UN Women

Í tilefni þess að Unifem var að sameinast öðrum systrafélögum og mynda UN women fengu þær Kitty Von-Sometime og Weird Girls gjörningarhóp hennar til að skipuleggja myndatöku. Ég var fenginn til að mynda þetta og leigðum við stúdíó Sýrland gerðum þetta þar. Kitty var að birta þetta “behind the scenes” myndband af deginum en myndirnar munu birtast síðar.

Aldrei komu norðurljósin

Ég fór á föstudaginn upp að Hellisheiði til þess að mynda þessi rosalegu norðurljós sem áttu að koma samkvæmt frétt á mbl.is:
“Í fyrradag varð stærsta sólgos sem orðið hefur í fjögur ár. Í kjölfar gossins gætu raforkukerfi, samskiptakerfi og gervihnettir truflast, þar á meðal þeir sem senda GPS-merki til jarðarinnar, vegna rafagna sem leysast úr læðingi við gosið. Mikil norðurljósdýrð fylgir gjarnan sólgosum. ”
En engin komu norðurljósin. Ég var samt feginn því að hafa drifið mig út að mynda e-ð svona sem ég hef ekki gert í allt of langan tíma.