Wow Cyclothon

Wow cyclothon er hjólreiðakeppni í kringum landið þar sem keppt er bæði í einstaklingskeppni og liðakeppni.  Þetta er einn skemmtilegasti íþróttaviðburður sem ég hef myndað, því stemningin og metnaðurinn i kringum keppnina er engu lagi líkt og þetta er lífsreynsla sem ég á eftir að muna eftir í mörg ár.

Ég var eini ljósmyndarinn á vegum keppninnar sem gerði það að verkum að þetta var mikil keyrsla í þá daga sem á keppninni stóð og lítið um svefn. Við vorum 3 saman í bíl allan tímann, Guðrún Vaka Helgadóttir ritstjóri Wow Magazine, Ólafur Stefánsson sem sá að mestu um akstur og ég. Við keyrðum um 2500 kílómetra og sváfum ekki nema um 3 tíma frá þriðjudagsmorgni fram á fimmtudagskvöld. 
Eitt af „WOW momentum“ keppninnar var baráttan á lokasprettinum milli Workforce A og Liðs Arnarins. Það er ótrúlegt að eftir um 40 tíma keppni og um 1350 hjólaða kílómetra ráðist úrslitin á seinustu metrunum.

Screen Shot 2014-09-16 at 14.12.18

Screen Shot 2014-09-16 at 14.12.26

Screen Shot 2014-09-16 at 14.12.35

b

20140626_WOW_Cyclo_5943

20140625_WOW_Cyclo_5314

20140625_WOW_Cyclo_4046

20140624_WOW_Cyclo_719-2

20140626_WOW_Cyclo_6277

Unicef

Unicef heldur upp á dag rauða nefsins 12. september. Þá er fólk kvatt til þess að gerast heimsforeldrar og er hægt að gera það inn á heimasíðu unicef.is.

Um kvöldið verður RÚV með á dagskrá þátt sem er helgaður deginum og verður mjög spennandi að fylgjast með því hvernig gengur að safna heimsforeldrum það kvöld.

Starfsfólk UNICEF hafði samband við mig um daginn til að athuga hvort að ég vildii taka þátt í þessu með þeim með því að mynda kynningarefni fyrir dag rauða nefsins. Ég var að sjálfsögðu til í það og var þetta mjög skemmtilegt og gott verkefni sem var unnið með auglýsingarstofunni Pipar/TBWA.

Screen Shot 2014-09-08 at 09.35.05

 

 

Screen Shot 2014-09-09 at 12.33.39

Screen Shot 2014-09-08 at 09.35.49

 

Screen Shot 2014-09-08 at 09.36.00

Tebókin komin út

Ég tók þátt í að gera þessa flottu bók sem var að koma út í fyrradag. Í bókinni er ferli teræktunarinnar rakið, gerð grein fyrir sögu tesins, fjallað um fjölbreyttar tegundir og framandi bragð og listina að laga ljúffengt te Tebókin er skirfuð af tveimur eigendum Tefélagsins, Árna Zophoniassyni og Ingibjörgu J. Friðbertsdóttur. Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókin geta farið á heimasíðu Forlagsins og keypt hana þar.

Tebokin

20130920_Tebokin_483

20130920_Tebokin_503

20130920_Tebokin_612

20140226_Tebokin_010 copy

20140226_Tebokin_037

20140226_Tebokin_090

20140226_Tebokin_132

Wonderful Machine

Umboðsaðili minn í Bandaríkjunum, Wonderful Machine , sendi út email til þess að kynna mína ljósmyndun fyrir tilvonandi viðskiptavinum. Þeir settu einnig færslu um myndirnar mínar inn á bloggið hjá sér.

Screen Shot 2014-08-19 at 09.20.55

Pollapönk

Ég fékk það verkefni að mynda Pollapönk fyrir Ævintýraeyjuna, sumarleik Olís. Pipar TBWA sá um gerð auglýsingarinnar og gerðu þeir meðal annars myndbönd þar sem meðlimir hljómsveitarinnar spyrja ýmissa spurningar og hafa krakkar möguleika á að vinna til verðlauna ef þau vita rétt svör: http://www.aevintyraeyjan.is/

Ég myndaði Pollapönk á “green screen” bakgrunni sem var verið að nota fyrir kvikmyndatökuna. Ég stillti upp silfur regnhlíf sitthvorum meginn við þá til að lýsa upp bakgrunninn. Setti svo upp stóra hvíta regnhlíf hægra megin við myndavél sem aðal ljós og svo stóra hvíta reflectora vinstra megin við myndavél sem fill ljós.

 

lighting-diagram-1399633735

20140405_TBWA_Pollaponk_301

2014-05-07 18.45.24

Screen Shot 2014-05-09 at 10.50.51

Skuggi í Wall Street Journal

Í umfjöllun Wall Street Journal um húsnæðismál á Íslandi er fjallað töluvert um Skuggabyggð. Ég hef myndað töluvert fyrir þá og birtust myndir sem ég tók með greininni.

Iceland's Housing Market Heats Up - WSJ-13

 

Iceland's Housing Market Heats Up - WSJ-2

 

Iceland's Housing Market Heats Up - WSJ-32

Tímaritamynd ársins 2013

Við opnun sýningarinna Myndir Ársins sem haldin var í Gerðarsafni nú í vetur voru veitt verðlaun fyrir þær myndir sem dómnefndinni fannst skara fram úr.Ég fékk verðlaun fyrir tímaritamynd ársins þriðja árið í röð og er mjög stoltur af því.

Mig langar til að segja aðeins frá því hvernig myndin var gerð og hversu mikil myndvinnsla var á bak við hana.

Hugmyndin að myndinni er komin frá mynd sem Erwin Blumenfeld gerði. Mér fannst heillandi að vera bundinn filmunni eins og hann var þegar hann gerði þessa mynd en ekki þurfa að vinna myndina í Photoshop. Með “multiple exposure” stillingunni í Canon eos mark iii vélinni þarf ljósmyndarinn að nálgast svona tökur eins og um filmu sé að ræða.

2_blumenfeld_11

Ég byrjaði á því að stilla upp ljósunum eins og ég vildi hafa þau og prófaði svo uppstillinguna með aðstoðarmanni mínum áður en Ásgeir Trausti mætti á svæðið. Ég merkti nákvæmlega þá staði sem hann átti að standa á á gólfið í stúdíóinu þannig að þegar hann var tilbúinn þá tók takan sjálf mjög stuttan tíma.

3_Uppstilling

Ég tók tvær mismunandi uppstillingar af þessari mynd og vélin sá um að raða myndinni saman þannig að hráfællinn sem ég “importaði” inn í Lightroom var nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann.

4_Screen Shot 2014-03-20 at 10.06.36

I Lightroom gerði ég smávægilegar breytingar á myndinni og dekkti meðal annars vinstra eyra Ásgeirs með “Adjustment brush”.

5_Screen Shot 2014-03-20 at 10.20.31 7_Screen Shot 2014-03-20 at 10.10.31

6_Screen Shot 2014-03-20 at 10.10.12

Eftir það fór myndin yfir í Photoshop þar sem ég bætti við Curves layer og skerpti hana og kroppaði.

Þetta er svo lokaútgáfa myndarinnar auk annarra mynda úr tökunni og svo viðtalið eins og það birtist í blaðinu.

1_20130126_Wow_Asgeir_017_final

12_Screen Shot 2014-03-20 at 10.41.29

11_Screen Shot 2014-03-20 at 10.27.06

13_Screen Shot 2014-03-20 at 10.42.41

14_Screen Shot 2014-03-20 at 10.42.51

15_Screen Shot 2014-03-20 at 10.43.01

 

Kringlan

Ég tók að mér að mynda herferð fyrir Kringluna þar sem þakkað er fyrir að versla á Íslandi. Þetta gekk út á það að mynda starfsmenn í verslunum og á myndunum komu fram þakkir frá þeim.

Auglýsingastofan Fíton sá um að gera þessar auglýsingar fyrir Kringluna. Þetta var m.a. sett í birtingu í Fréttablaðinu, Fréttatímanum og á vef vísis.is og kringlan.is.

Promennt bæklingur

Myndaði í Turninum í Kópavogi fyrir Promennt bækling og heimasíðu.

 

Stöðin í Bo Bedre

Fjallað er um Stöðina í Borgarnesi sem Krads hannaði á vefsíðu Bo Bedra

Linkur hér a Bo Bedre