Fiskfélagið veitingarhús er farið að bjóða upp á jólamatseðil sinn. Í tilefni að því og til kynningar á matseðlinum gerðum við Eyjólfur þetta myndband með þeim.
Geiturnar á Háafelli
Það eru færri en 1000 íslenskar geitur eftir í heiminum og flestar þeirra búa á bænum Háafelli í Hvítársíðu. Árið 2014 stóð búið völtum fæti og var að missa allt sitt til bankanna. Ef það hefði gerst hefði öllum geitunum verið smalað saman og þær sendar í sláturhús, sem hefði nánast helmingað allan geitastofninn á Íslandi. I gegnum Indiegogo síðuna tókst að safna peningum til að greiða upp í skuldir búsins og náðu ábúendur að halda búinu að svo stöddu.
Geitur eru misjafnar eins og þær eru margar og miklir karakterar. Þetta eru geiturnar á Háafelli