Eldgosið á Fimmvörðuhálsi

- Meðan á eldgosinu á Fimmvörðuhálsi stóð fór ég tvær ferðir upp að gosinu og eina ferð inn í Þórsmörk til þess að vinna að “stop motion” stuttmynd um gosið. Í fyrstu ferðinni upp að gosinu fékk ég Hjálparsveitina til þess að skutla mér uppeftir. Ég fékk far upp að Fimmvörðuskála þar sem þeir voru að sækja illa búna ferðamenn sem komust ekki niður á eigin vegum. Ég gekk að gosstöðvunum frá skálanum og myndaði í kringum gosið fram eftir kvöldi. Ég rakst svo aftur á björgunarsveitarstrákana við hraunfossinn ofan í Hrunagil um kvöldið og þeir sögðu mér að þeir væru á leið niður og ég ætti að koma með þeim. Á leiðinni frá Hrunagili upp að gosinu sauð á hjálparsveitarbílnum og þeir þurftu að kalla eftir öðrum bíl til þess að skutla til þeirra vatni á vatnskassann. Meðan á öllu þessu stóð ákvað ég að mynda meira. Á einum tímapunkti hélt ég að Hjálparsveitin hefði gleymt mér þarna uppfrá og hafði reddað mér öðru fari niður að Skógarfossi en þeir voru enn á sínum stað enda ekki hægt að fara langt með vatnslausan vatnskassa.

Til þess að komast upp að gosinu í annað skipti leigði ég mér fjallajeppa og keyrði yfir Mýrdalsjökul með Lenu, Eyjólfi og Garðari. Ég hafði enga reynslu á því að keyra á jökli þannig að í byrjun átti sér stað mikill hristingur í bílnum. Í fyrstu alvöru brekkunni sem að við lögðum á sauð svo á bílnum vegna þess að einhver pakkning hafði farið. Við stoppuðum í nokkrar mínútur til að kæla bílinn og fullt af jeppafólki þeyttist fram hjá okkur áleiðis upp að gosstöðvunum. Þegar við komumst loksins upp að gosstöðvunum eyddum við deginum í að skoða þetta magnaða fyrirbæri. Eina sem setti smá strik í reikninginn var að miðstöðin í bílnum virkaði ekki nógu vel. Fyrst um daginn datt hún út annað slagið þannig það bles inn ísköldu lofti. Á heimleiðinni gaf hún sig algjörlega svo að við keyrðum heim í öllum fötunum sem að við vorum með, með húfur og vettlinga. Það var það kalt að farið var að héla innan á rúðunum. En allt var þetta þess virði.

Við vinnslu þessarar stuttu myndar tók ég rétt tæplega 8000 ramma sem ég setti svo saman í Final cut til þess að búa til hreyfimynd úr öllum ljósmyndunum. Þetta gerir það að verkum að það hraðast töluverð á atburðarrásinni og hlutir sem taka nokkrar mínútur næ ég að sýna á nokkrum sekúndum.

– The eruption at Fimmvörðuháls started on March 21st 2010. I decided to make a stop motion short movie about the eruption instead of just shooting regular photographs like the majority of photographers were doing. I made 3 trips up to the volcano, 2 right up to the crater and one to a place called Þórsmörk. In the process of making this movie i shot just under 8000 frames of photographs which I then edited and put together In Final Cut.
This is the final edition. Enjoy

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*