Monthly Archives: September 2014

Matreiðslubók Fiskfélagsins

Veitingarstaðurinn Fiskfélagið fagnar 5 ára afmæli með útgáfu glæsilegrar matreiðslubókar. Bókin hefur að geyma ýmsar girnilegar uppskriftir frá þessum árum.
Ég tók að mér að mynda fyrir bókina, bæði matarmyndir, stemningsmyndir úr eldhúsi og myndir af staðnum sjálfum. Bókin er stórglæsileg í alla staði, þó ég segi sjálfur frá, og fáanleg bæði á ensku og íslensku á Fiskfélaginu.

10450833_787673761283724_5122036843578429974_n

16084_787673804617053_5028084998210200887_n

1604672_787673764617057_5346292571346835886_n

10622814_787673821283718_7677780443848241769_n

10636019_787673791283721_6387397761807580304_n

10645074_787673754617058_3540918728990169060_n

41_20140122_untitled_422

33_20140122_untitled_092

9_20140115_Fiskfelagid_181-2

20140313_Fisk_149

10_20140115_Fiskfelagid_228

14_20140115_Fiskfelagid_285

Wow Cyclothon

Wow cyclothon er hjólreiðakeppni í kringum landið þar sem keppt er bæði í einstaklingskeppni og liðakeppni.  Þetta er einn skemmtilegasti íþróttaviðburður sem ég hef myndað, því stemningin og metnaðurinn i kringum keppnina er engu lagi líkt og þetta er lífsreynsla sem ég á eftir að muna eftir í mörg ár.

Ég var eini ljósmyndarinn á vegum keppninnar sem gerði það að verkum að þetta var mikil keyrsla í þá daga sem á keppninni stóð og lítið um svefn. Við vorum 3 saman í bíl allan tímann, Guðrún Vaka Helgadóttir ritstjóri Wow Magazine, Ólafur Stefánsson sem sá að mestu um akstur og ég. Við keyrðum um 2500 kílómetra og sváfum ekki nema um 3 tíma frá þriðjudagsmorgni fram á fimmtudagskvöld. 
Eitt af „WOW momentum“ keppninnar var baráttan á lokasprettinum milli Workforce A og Liðs Arnarins. Það er ótrúlegt að eftir um 40 tíma keppni og um 1350 hjólaða kílómetra ráðist úrslitin á seinustu metrunum.

Screen Shot 2014-09-16 at 14.12.18

Screen Shot 2014-09-16 at 14.12.26

Screen Shot 2014-09-16 at 14.12.35

b

20140626_WOW_Cyclo_5943

20140625_WOW_Cyclo_5314

20140625_WOW_Cyclo_4046

20140624_WOW_Cyclo_719-2

20140626_WOW_Cyclo_6277

Unicef

Unicef heldur upp á dag rauða nefsins 12. september. Þá er fólk kvatt til þess að gerast heimsforeldrar og er hægt að gera það inn á heimasíðu unicef.is.

Um kvöldið verður RÚV með á dagskrá þátt sem er helgaður deginum og verður mjög spennandi að fylgjast með því hvernig gengur að safna heimsforeldrum það kvöld.

Starfsfólk UNICEF hafði samband við mig um daginn til að athuga hvort að ég vildii taka þátt í þessu með þeim með því að mynda kynningarefni fyrir dag rauða nefsins. Ég var að sjálfsögðu til í það og var þetta mjög skemmtilegt og gott verkefni sem var unnið með auglýsingarstofunni Pipar/TBWA.

Screen Shot 2014-09-08 at 09.35.05

 

 

Screen Shot 2014-09-09 at 12.33.39

Screen Shot 2014-09-08 at 09.35.49

 

Screen Shot 2014-09-08 at 09.36.00