Monthly Archives: March 2013

Reservoir Dogs

Ómar, Golli, Eyþór, Hari og Gunnar V

Tímaritamynd ársins 2012

Mynd sem ég tók fyrir tískuþátt í tímaritið Mannlíf var valinn tímaritamynd ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands sem fram fer í Gerðarsafni.

Þetta er annað árið í röð sem ég fæ viðurkenningu í þessum flokki og í bæði skiptin hefur það verið mynd sem birtist í Mannlífi og Arnar Gauti hefur séð um stíliseringu á þeim.

Við gerðum þáttinn fyrir umfjöllun um RFF og tókum fyrir hönnuði sem sýndu þar og mynduðum þá að undirbúa módelin og svo uppstilltar myndir af módelinu.

Þátturinn í heild sinni er hér fyrir neðan og einnig hinar myndirnar sem ég fékk inn á sýninguna í ár.

Hægt að að skoða allar vinningsmyndirnar hér.

Tímaritamynd ársins 2012

 

 

Gang verk

Ég bjó til myndaþátt fyrir nýjasta tölublað Húsa og Híbýla þar sem ég skoða þekktar byggingar í Reykjavík, en staði sem ekki koma fyrir augu almennings.

Þjóðleikhúsið

Ráðhús Reykjavíkur

Harpa

Hallgímskirkja

Öryggismiðstöðin

Ég myndaði auglýsingu fyrir Öryggismiðstöðina og Landsbjörgu fyrir auglýsingarherferð sem gerð var af auglýsingastofunni Pipar/TBWA.

Auglýsingin heitir “Glöggt er gests augað“ og er landsátak um öryggi eldri borgara sem slysavarnadeildir innan

Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Öryggismiðstöðin standa að sameiginlega.

Sunnudags mogginn

Morgunblaðið

 

Fréttatíminn

Fréttatíminn

Öryggismiðstöðin.is