Monthly Archives: April 2011

Gestgjafinn – Kræklingur

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

Krads Playtime

Á Hönnunarmars settu Krads Arkitektar upp insetningu í Hafnarhúsinu sem bar nafnið Playtime. Þetta gekk út á það að í miðjum salnum var borð með fullt af Lego kubbum þar sem fólk hafði tækifæri á að búa til þau form sem þau vildu. Krads hafa notað Lego til að kenna nemendum í arkitektúr og eru nú farnir að fara með þessa tilraun í skóla og á listasöfn. Innsetningin fékk tvenn verðlaun á Hönnunarmars, annarsvegar var þetta valið sem “besta innsetningin” og hinsvegar “skemmtilegasta andrúmsloftið”.
Fjallað var um Krads playtime á vefsíðu tímaritsins Framemag og hægt er að sjá þá umfjöllun hér.

Magnaðar myndir frá átökunum í mið austurlöndum

Pulitzer vinningshafinn og staffa ljósmyndari Getty, John Moore, hefur ferðast um heiminn og myndað stríðsátök í Sómalíu, Afghanistan, Suður Afríku og mið Ameríku. Í febrúar síðastliðnum var hann svo sendur til Egyptalands til þess að mynda uppreisnina þar. Í framhaldi af því fór hann til Líbíu og fylgdist með uppreisninni gegn Gaddafi og svo átökunum í Bahrain. Þegar hann kom til Bahran þá var allur búnaður hans gerður upptækur í tollinum og hann þurfti að verða sér úr um nýja myndavél. Eina sem hann fann var Canon rebel vél sem hann notaði nánast eingöngu í Bahrain. Myndirnar sem hann sýnir hér í myndbandinu eru magnaðar og ná að sýna hversu rosalegt þetta ástand hefur verið.