Monthly Archives: March 2011

Weird Girls 7. hluti

Í febrúar 2009 fór ég á Grundarfjörð og myndaði 7. hluta Weird Girls verkefnisins. Við Kitty Von Sometime vorum búin að vera að undibúa þessa töku í nokkra mánuði áður en hún loks varð að veruleika. Við fórum af stað með 14 stelpur sem vissu ekkert hvað þær áttu að fara að gera fyrr en þær mættu á tökustað. Þá voru þær klæddar í bleikan spandex galla og hvítan búning og við sulluðum fullt af málningu á þær. Hugmyndin var semsagt að nota hvíta flötinn sem tóman striga sem að þróaðist svo út í e-ð allt annað. Mér til aðstoðar við þessa töku voru Brynjar Þór Halldórsson og Rakel Ósk Sigurðardóttir og hefði ég ekki getað framkvæmt þetta án þeirra. Þau t.d. fengu það skemmtilega verkefni að sulla allri málningunni á stelpurnar.

Með í för á Grundarfjörð voru þeir Hrafn Jónsson og Oddur Ástráðsson sem voru að gera heimildarmynd um verkefnið og voru búnir að fylgja því eftir alveg frá byrjun. Það var verið að leggja loka hönd á myndina og var hún sýnd í byrjun mars á Alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Northern Wave sem haldin er á Grundarfirði. Michael Todd um efitrvinnslu og klippingu á myndinni.

Allar myndirnar úr 7. hluta Weird Girls verkefnissins er svo hægt að sjá hér.

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

© Kristinn Magnússon

Deborah Luster

Lomo diana

Ég fann um daginn nokkrar filmur sem runnu út 2002 í skjalaskáp hérna upp í vinnu. Ég smellti þeim í Lomo Diana vélina og er búinn að vera með hana með mér í vinnunni undanfarið. Planið var að taka portrett seríu fyrir nýtt líf en það virkaði ekki sem skildi. Set nokkrar hingað inn en það eru fleiri lomo myndir eftir mig hér hægra meginn í flickr tenglinum.

Un-women og Weird girls

Weegee

Weegee var  blaðaljósmyndari í Lower East Side í New York á árunum frá 1930-1950. Þar elti hann lögreglu, sjúkra og slökkviliðsmenn um borgina og gerði mikið af mjög raunsæum myndum af borgarlífi, glæpum, slysum og morðum. Weegee var sjálfmenntaður ljósmyndari og notaðist við mjög einfalda búnað. Hann notaði 4×5″ Speed Graphic myndavél sem var stillt á 1/200 úr sekúndu og ljósop f/16, með flassi og var fókus stillt á 10 fet. Í skottinu á bíl hans var hann búinn að úrbúa myrkraherbergi þar sem hann framkallaði filmur og sendi myndir á blöðin með miklu hraði.

The stolen Scream

Á maður ekki að fara að fá sér Ipad?

Mannlíf

Fyrsta tölublað af Mannlíf er ný komið út. Það er mikið að mjög skemmtilegu og áhugaverðu efni að finna í blaðinu. Ég myndaði mikið í blaðið að þessu sinni og tók meðal annars forsíðumyndina af Magnúsi Geir Borgarleikuhússtjóra. Ég vann líka með Jóni Páli tattoo listamanni að mynd af honum, við tókum nokkra fundi til að vinna hugmyndina og svo myndaði ég hann í stúdíóinu og hann teiknaði inn á myndina eftir á. Arnar Gauti stíliseraði svo tískuþátt sem að við mynduðum á Korpúlfsstöðum.

Magnús Geir

Magnús Geir

Jón Páll tattoo listamaður