Monthly Archives: May 2010

http://styleskilling.com

Mér var bent á að þessar myndir eftir mig, sem ég tók af Svölu Lind fyrir Cow, væri hér á þessari síðu. Gaman að því!

Ljósmyndasýningar

Ég kíkti á 3 ljósmyndasýningar sem opnuðu í dag. Ég hafði meðferðis símann minn og læt fylgja nokkrar myndir frá deginum.

Ég byrjaði daginn á því að fara á sýninguna Thomsen & Thomsen sem er í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni eru verk eftir Pétur Thomsen (1910-1988) og sonarson hans Pétur Thomsen (1973). Á sýningunni eru portrett- og umhverfismyndir eftir þá og á hún að vera “samtal tveggja tíma; samtal Péturs við afa sinn”. Ég verð að viðurkenna að ég gaf mér ekkert of mikinn tíma til að skoða sýninguna enda finnst mér það alltaf erfitt á opnunardögum, vegna fólksfjölda. En fyrsta tilfinningin sem að ég fékk fyrir þessu var að ég hef séð mun betri verk eftir Pétur yngri. Það er samt hægt að mæla með þessari sýningu því hún tengir á skemmtilegan hátt saman fortíð og nútíð.

© Pétur Thomsen

Pétur Thomsen spjallar við Ármann Reynisson

Næst var haldið í Norræna húsið þar sem sýningin Núna var opnuð. Hún er samsýning 3ja íslenskra ljósmyndara og 3ja finnskra ljósmyndara. Verkin á sýningunni eru eins misjöfn og ljósmyndararnir eru margir. Mér fannst myndirnar hans Braga Þórs Jósefssonar standa uppúr, en einnig fannst mér verk Harri Pälviranta mjög áhugaverð. Hans myndir sýna karlmenn eftir að þeir hafa lent í slagsmálum og eru þeir allir bólgnir og blóðugir í framan.

© Harri Pälviranta

Bragi þór spjallar við gesti

Að lokum kíkti ég inn á Gallerý Fold þar sem sýningin Úr iðrum jarðar var opnuð. Þetta er samsýning 23 ljósmyndara sem hafa verið að mynda eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli. Það eru margar flottar myndir á þessari sýningu og ættu allir þeir sem hafa áhuga á gosinu að drífa sig að skoða hana. Eina sem að mér fannst miður við þessa sýningu var hversu margir ljósmyndarar kusu að prenta myndirnar sýnar á striga. Mér finnst það ekki alveg vera að virka og sérstaklega ekki í þessum sal þar sem að ljósið glampaði og mikið af striganum. Maður þurfti að skoða myndirnar frá ákveðnum sjónarhornum til þess að geta séð myndina án þess að sjá glampann. Rakel Ósk, samstarfskona mín, er búin að vera mjög dugleg að fara að mynda gosið og á hún 4 mjög fínar myndir þarna á sýningunni

© Sigursteinn Baldursson

Grillblað Gestgjafans

Grillblað Gestgjafans kom út í seinustu viku og það er fullt af girnilegum uppskriftum.